Innlent

Árni Páll kveðst tilbúinn í að flýta formannskjöri

Bjarki Ármannssson skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kveðst tilbúinn í allsherjaratkvæðagreiðslu um formennsku í Samfylkingunni hvenær sem flokkurinn telji rétt að halda hana.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kveðst tilbúinn í allsherjaratkvæðagreiðslu um formennsku í Samfylkingunni hvenær sem flokkurinn telji rétt að halda hana. Vísir/Vilhelm
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kveðst tilbúinn í allsherjaratkvæðagreiðslu um formennsku í Samfylkingunni hvenær sem stofnanir flokksins telji rétt að halda hana.

Líkt og greint var frá í dag, hefur Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí og þar kosið um formann í flokknum.  Hún segist telja þörf á því að veiti formanni flokksins, hver sem það yrði, sterkara umboð til áframhaldandi starfa vegna slæms gengis flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu.

Í samtali við fréttastofu segir Árni Páll að hann myndi ekki leggjast gegn því að landsfundi verði flýtt og að hann sé til í formannskjör hvenær sem er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×