Innlent

Veðurstofan svaf á verðinum þegar flóð urðu á Vestfjörðum í fyrra

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrirliggjandi spágögn bentu til flóða á Vestfjörðum í febrúar í fyrra og því hefðu starfsmenn Veðurstofunnar átt að sjá þetta fyrir.
Fyrirliggjandi spágögn bentu til flóða á Vestfjörðum í febrúar í fyrra og því hefðu starfsmenn Veðurstofunnar átt að sjá þetta fyrir. Vísir/Sigurjón J. Sigurðsson.

Veðurstofa Íslands svaf á verðinum þegar flóð urðu á Vestfjörðum  febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í drögum að lærdómsskýrslu sem Ísafjarðarbær lét vinna eftir flóðin miklu. Greint var fyrst frá málinu á vef Bæjarins besta en sjá má drögin að skýrslunni hér. 

Um er að ræða sunnudaginn 8. febrúar árið 2015 þegar fjölmargir stóðu í ströngu við björgun verðmæta þegar mikil flóð urðu á Vestfjörðum. Veðurspár höfðu ekki varað við slíkri úrkomu og snjóbráðnun og því kom vatnselgurinn fólki í opna skjöldu. 

Vatnsálagið í íbúa byggð neðan fjalls í Skutulsfirði, firðinum þar sem bærinn Ísafjörður stendur, er talið hafa náð 30 til 50 sentímetrum, um 300 til 500 millimetrum á tólf tímum, og tjón af völdum flóðanna áætlað um 100 milljónir króna. 

Engar flóðaviðvaranir frá Veðurstofunni
I
 drögum að lærdómsskýrslunni kemur fram að þessi vatnsflóð sem urðu í sveitarfélaginu sunnudaginn 8. febrúar hefðu komið öllum í opna skjöldu. Veðurspá lýsti vindi og úrkomu og sinntu starfsmenn áhaldahúss hálkuvörnum og voru íbúar hvattir til að nota mannbrodda í hálkunni. Þar sem engar flóðaviðvaranir voru sendar út frá Veðurstofu Íslands var ekki búið að beita mótvægisaðgerðum í samfélaginu til að koma í veg fyrir eða lágmarka tjón á eigum og umhverfi. 

Verklagi Veðurstofunnar breytt eftir flóðin á Vestfjörðum
Í svörum Veðurstofunnar til skýrsluhöfundar kom fram að ekki hafi legið fyrir ítarlegar veðurspár fyrir flóðadaginn afdrifaríka. Kom einnig fram að nýtt séu spálíkön líkt og Harmonie til að sjá fyrir slíkt hættuástand, en spáin hafi aðeins náð fram á laugardaginn 7. febrúar. Upplýst var í svörum að verklagi Veðurstofu Ísland hvað varðar spár og viðvaranir hafi verið breytt í kjölfar flóðanna á Vestfjörðum. 

Helgarvaktinni láðist að vakta spágögn
Á fundi með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi kom fram að fyrirliggjandi spágögn hafi bent til flóða og því hefðu starfsmenn Veðurstofunnar átt að sjá þetta fyrir. 

Öll gögn benda til þess að ef helgarvakt Veðurstofunnar hefði vaktað þau spágögn sem lágu fyrir hefði verið hægt að sjá flóðin fyrir og vara við yfirvofandi flóðum, líkt og í Mosfellsbæ nokkrum vikum síðar. 

Veðurviðvaranir Veðurstofu og almannavarna hefðu gert íbúa og eigendur húseigna á svæðinu meðvitaða um mögulega flóðahættu. Gefist hefði tækifæri til að beita varnaraðgerðum og draga úr tjóni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira