Viðskipti erlent

Yahoo segir upp fimmtán prósentum starfsfólks

Bjarki Ármannsson skrifar
Marissa Mayer, framkvæmdastjóri Yahoo.
Marissa Mayer, framkvæmdastjóri Yahoo. Vísir/Getty

Bandaríski tæknirisinn Yahoo tilkynnti í kvöld að fyrirtækið hyggst segja upp fimmtán prósentum af starfsfólki sínu og loka fimm skrifstofum víðsvegar um heim. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið um 35 prósent á síðastliðnu ári.

Greint var frá áformum Yahoo á sama tíma og fyrirtækið birti nýtt ársfjórðungsuppgjör sem var nokkuð jákvæðara en sérfræðingar töldu fyrirfram. Sala nam 1,27 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 165 milljörðum íslenskra króna, en jafnvel var talið að salan gæti hafa farið undir milljarð dala í fyrsta sinn í ellefu ár.

Áform fyrirtækisins gera ráð fyrir því að draga úr kostnaði á þessu ári um rúmlega fimmtíu milljarða króna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,43
29
1.532.261
REITIR
1,11
11
277.673
HAGA
1,11
20
569.875
GRND
1,1
7
96.059
EIM
0,96
3
26.619

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,91
12
96.089
VIS
-0,04
2
21.202
REGINN
0
2
26.745