Bíó og sjónvarp

Kate Winslet telur að pláss hafi verið á hurðinni fyrir Jack

Birgir Olgeirsson skrifar
Jack hefði mögulega passað á hurðina, að mati Kate Winslet.
Jack hefði mögulega passað á hurðina, að mati Kate Winslet. Vísir/IMDB/YOUTUBE

Leikkonan Kate Winslet mætti í spjallþátt Jimmy Kimmel í gærkvöld þar sem hún ræddi eitt dramatískasta atriðið í kvikmyndinni Titanic sem kom út árið 1997. Myndin sópaði til sín Óskarsverðlaunum en í henni léku þau Winslet og Leonardo DiCaprio parið ástfangna Rose og Jack.

Winslet uppljóstraði í þættinum að hún væri sammála skoðunum margra þess efnis að Rose hefði látið Jack deyja. „Ég held að það hafi alveg verið pláss fyrir hann á þessari hurð,“ sagði Winslet glettin. Hún segir það gleðja hana og DiCaprio enn þá í dag að aðdáendum myndarinnar sé svo annt um samband Rose og Jack. 

„Það er svo yndislegt, er það ekki? Og það eru tuttugu ár síðan.“Þau sátu við hlið hvors annars á SAG-verðlaununum um liðna helgi og flissuðu yfir allri athyglinni sem það fékk. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira