Innlent

Enn bilar sneiðmyndatæki í Fossvogi

Mikill erill hefur verið hjá sjúkraflutningamönnum eftir að enn varð bilun í tölvusniðmyndatæki Landspíalans í Fossvogi í gær.

Allir sem þurfa að fara í tækið þar, eru fluttir á Landspíalann við Hringbraut og til baka að myndatöku lokinni og var að minnsta kosti helmingur allra sjúkraflutninga í nótt vegna þessa.

Þetta er þriðja bilunin í tækinu frá áramótum, en tækið á að komast í lag í dag, ef allt gengur að óskum.
Fleiri fréttir

Sjá meira