Innlent

Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar

Jakob Bjarnar skrifar
Siglfirðingar eiga nú hvert bein í Noel.
Siglfirðingar eiga nú hvert bein í Noel.

Lesendur Vísis hafa fengið að fylgjast með hremmingum og ævintýrum Noel Santillans, hins unga ferðamanns frá New Jersey, sem villtist alla leið norður til Siglufjarðar en fyrsti áfangastaður átti reyndar að vera Reykjavík, hvar hann átti pantað hótelherbergi.

Vísir birti viðtal við þennan viðkunnanlega Bandaríkjamann, sem á nú hug og hjörtu gestrisinna Siglfirðinga.

Ævintýri Noels hafa hins vegar spurst út fyrir landsteina og þannig greinir BBC frá hremmingum Noels og byggir á fréttum Vísis af málinu.

BBC hefur nú greint frá ævintýrum Noels á Íslandi.

BBC virðist vera með ágætan íslenskumann á sínum snærum því frásögnin er allnákvæm. En, reyndar má líta til þess að IcelandMag, sem er öðrum þræði ensk útgáfa Vísis, hefur jafnframt greint frá ævintýrum Noels, en í styttra máli en lesa má á BBC. Þá er vitnað í Sirrý Laxdal sem greindi Vísi frá því að Noel þætti það skondið að vera orðinn frægur á Íslandi:

„Mr Santillan is in no real hurry to return to the capital. Visir's latest update notes that he has visited the local herring museum and sampled the local putrefied fish delicacy. "He was really surprised when I told him this morning that he was famous in Iceland now. He thought it was funny," hotel receptionist Sirry Laxdal said.

Talandi um frægð má framlengja hana og segja að nú hafi Noel öðlast heimsfrægð, þá sé litið til frásagnar BBC af málinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira