Körfubolti

Þjálfarinn Kobe myndi drepa einhvern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe á það til að vera grimmur.
Kobe á það til að vera grimmur. vísir/getty

Byron Scott, þjálfari LA Lakers, hefur ekki mikla trú á því að Kobe Bryant verði þjálfari þegar ferli hans lýkur næsta sumar.

Scott hefur verið skemmtilegur í tilsvörum  í vetur en svar hans um það hvort hann haldi að Kobe yrði góður þjálfari er líklega það áhugaverðasta.

„Nei. Kobe myndi drepa einhvern,“ sagði Scott og vísaði þar í hið mikla keppnisskap leikmannsins.

Scott hefur ekki trú á því að Kobe búi yfir nægri yfirvegun til þess að vera góður þjálfari.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira