Sport

Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þennan skemmtilegra leik þekkja margir.
Þennan skemmtilegra leik þekkja margir. vísir/getty
Tölvuleikurinn „Madden NFL“ nýtur gríðarlegra vinsælda og fyrir síðustu Super Bowl-leiki hefur hann spáð fyrir um úrslitin.

Í fyrra spáði leikurinn því að New England myndi vinna 28-24. Það reyndist vera hárrétt. Leikurinn spáði einnig um síðasta snertimark leiksins til Julian Edelman sem og um rétta stöðu eftir þrjá leikhluta. Magnað.

Tólf sinnum hefur Madden NFL spáð fyrir um úrslit í Super Bowl og níu sinnum hefur tölvuleikurinn verið með réttan sigurvegara.

Í ár spáir Madden NFL því að Carolina Panthers muni vinna Denver Broncos, 24-20. Samkvæmt spánni verður staðan í hálfleik 17-0 fyrir Panthers en Peyton Manning og félagar koma til baka og skora 20 stig í röð í seinni hálfleik.

Þegar minna en mínúta verður eftir af leiknum mun Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, aftur á móti dýfa sér í endamarkið og tryggja sínu liði sigur. Hann verður svo valinn maður leiksins.

Þó svo tölvuleikurinn sé naskur á að giska á rétt úrslit þá hafði hann kolrangt fyrir sér fyrir tveim árum. Þá spáði hann því að Denver myndi vinna Seattle, 31-28. Seattle slátraði þá Denver, 43-8. Hvað gerist nú?

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næstkomandi sunnudag. Tryggðu þér áskrift á 365.is.

NFL

Tengdar fréttir

Brady selur flestar treyjur

Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu.

Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta

Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×