Sport

Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Feðgarnir Gunnar og Haraldur Dean Nelson í Las Vegas.
Feðgarnir Gunnar og Haraldur Dean Nelson í Las Vegas. vísir/böd
Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur.

Gunnar verður ekki með Conor McGregor að þessu sinni er hann berst í Las Vegas í upphafi næsta mánaðar. Margir vonuðust eftir því að sjá Gunnar á bardagakvöldi í London í lok þessa mánaðar en af því verður heldur ekki.

„Gunni er með augastað á bardagakvöldinu í Rotterdam í maí,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor

Kvöldið sem Haraldur vísar til fer fram þann 8. maí næstkomandi en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC fer til Hollands.

Það liggur ekkert fyrir með mögulegan næsta andstæðing Gunnars.

„Við höfum tjáð UFC að við höfum áhuga á þessu kvöldi og þeir hafa sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að Gunni verði á þessu kvöldi. Lengra er málið ekki komið,“ segir Haraldur en ljóst er að Gunnar mun ekki berjast fjórum sinnum í ár eins og hann hafði áhuga á.

„Hann kaus frekar að taka sér smá frí frá keppni og vinna í ákveðnum hlutum hjá sér. Það gæti samt farið svo að hann nái þrem bardögum á árinu.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×