Íslenski boltinn

Kennie Chopart genginn í raðir KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kenni Chopart og Bjarni Guðjónsson takast í hendur í dag.
Kenni Chopart og Bjarni Guðjónsson takast í hendur í dag. mynd/kr.is

KR er búið að ganga frá kaupum á danska sóknarmanninum Kennie Chopart og gera við hann þriggja ára samning.

Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag, en Chopart kemur til KR frá Fjölni þar sem hann spilaði seinni hluta síðustu leiktíðar í Pepsi-deild karla.

Chopart hefur verið sterklega orðaður við FH í vetur en nú er ljóst að hann spilar með vesturbæjarliðinu næstu þrjú sumrin.

Danski sóknarmaðurinn kom fyrst til landsins 2012 og spilaði með Stjörnunni í tvö sumur. Hann kom svo til Fjölnis um mitt tímabil í fyrra og sló algjörlega í gegn, en hann skoraði sex mörk í ellefu leikjum.

KR er nýlega búið að missa Sören Frederiksen og í dag verður Almarr Ormarsson kynntur sem nýr leikmaður KA. Á móti er KA búið að fá Finn Orra Margeirsson, Michael Præst og Indriða Sigurðsson.

Chopart hefur í heildina spilað 57 deildar- og bikarleiki fyrir Stjörnuna og Fjölni og skorað í þeim 16 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira