Innlent

Viðvörun vegna óveðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skil nálgast landið úr suðri á morgun með vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norður yfir landið.
Skil nálgast landið úr suðri á morgun með vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norður yfir landið. Vísir/Auðunn Níelsson

Spáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á morgun, en norðan- og austantil aðra nótt. Einnig má búast við talsverðri úrkomu, en mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skil nálgast landið úr suðri á morgun með vaxandi austan átt og snjókomu og ganga skilin norður yfir landið.

Austan 10-18 m/s í dag, hvassast við suðurströndina og norðvestantil. Snjókoma sunnantil á landinu, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind og ofankomu á morgun, 15-28 m/s síðdegis, hvassast sunnan- og vestantil, talsverð snjókoma, en slydda eða rigning við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomuminna norðaustantil fram eftir kvöldi.

Frost 0 til 5 stig, en hlánar sunnan til. Talsverð eða mikil snjókoma suðaustan og austantil annað kvöld, en slydda eða rigning á láglendi aðra nótt. Veðrið gengur niður suðvestanlands annað kvöld, suðaustantil aðra nótt, en ekki fyrr en eftir hádegi á föstudag í öðrum landshlutum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira