Handbolti

Ólafur og félagar leyfðu sér að slaka vel á í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Anton
Kristianstad vann fjögurra marka útisigur á Ystad, 31-27, þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Sigurinn var mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Kristianstad var tólf mörkum yfir, 25-13, þegar aðeins fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Ystad minnkaði muninn í fjögur mörk með því að vinna þessar síðustu fimmtán mínútur 14-6.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad-liðið í leiknum en fimm þeirra komu á fyrstu 36 mínútum leiksins sem liðið vann 20-12.

Ólafur var þriðji markahæstur hjá Kristianstad-liðinu en þeir Jerry Tollbring og Iman Jamali Moorschega skoruðu báðir sjö mörk fyrir liðið í kvöld.

Þetta var annar sigur Kristianstad í röð og ennfremur 20. sigur liðsins í 21 leik en Kristianstad er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×