Handbolti

Ólafur og félagar leyfðu sér að slaka vel á í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Anton

Kristianstad vann fjögurra marka útisigur á Ystad, 31-27, þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Sigurinn var mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Kristianstad var tólf mörkum yfir, 25-13, þegar aðeins fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Ystad minnkaði muninn í fjögur mörk með því að vinna þessar síðustu fimmtán mínútur 14-6.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad-liðið í leiknum en fimm þeirra komu á fyrstu 36 mínútum leiksins sem liðið vann 20-12.

Ólafur var þriðji markahæstur hjá Kristianstad-liðinu en þeir Jerry Tollbring og Iman Jamali Moorschega skoruðu báðir sjö mörk fyrir liðið í kvöld.

Þetta var annar sigur Kristianstad í röð og ennfremur 20. sigur liðsins í 21 leik en Kristianstad er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira