Bíó og sjónvarp

David Schwimmer sláandi líkur Kylo Ren á sínum yngri árum

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem Colbert dró fram í gærkvöldi af honum og David Schwimmer á níunda áratug síðustu aldar.
Myndin sem Colbert dró fram í gærkvöldi af honum og David Schwimmer á níunda áratug síðustu aldar.

Leikarinn David Schwimmer, sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Friends, leit við í þætti Stephen Colberts í gærkvöldi. Þar kom í ljós að þeir Schwimmer og Colbert sóttu Northwestern-háskólann á sama tíma í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratug síðustu aldar. 

Kylo Ren úr The Force Awakens. Disney

Þeir voru saman í spunahópnum No Fun Mud Piranhas og til að sanna það mætti Colbert með mynd af þeim saman í hópnum. Það merkilega hins vegar við þessa mynd er að Schwimmer var ansi hárprúður á þessum tíma og þótti mörgum hann minna ansi mikið á illmennið Kylo Ren úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni The Force Awakens

Þótti þeim félögum þetta hið fyndnast mál og verður að segjast að Colbert hefur nokkuð til síns máls, þó svo að því verði líklegast seint haldið fram að framleiðendur The Force Awakens hafi notað Schwimmer sem fyrirmynd að útliti illmennisins Kylo Ren. 


Tengdar fréttir

Lítið framboð af búningum kvenhetjunnar

Hetjurnar úr stjörnustríði verða að öllum líkindum áberandi á öskudaginn í næstu viku. Lítið framboð er þó af búningi aðalhetjunnar, því kvenpersónunni Rey var ýtt út í horn af leikfangaframleiðendum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira