Körfubolti

Litla systir fékk heilahristing eftir samstuð við Helenu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Sverrisdóttir og Helenu Sverrisdóttur í baráttu um frákast.
Guðbjörg Sverrisdóttir og Helenu Sverrisdóttur í baráttu um frákast. Vísir/Anton

Guðbjörg Sverrisdóttir, litla systir Helenu Sverrisdóttur, þurfti ekki bara að sætta sig við tap á móti stóru systur í kvöld.

Guðbjörg fékk nefnilega vægan heilahristing eftir samstuð við stóru systur í leiknum.

Helena segir frá þessu á twitter í kvöld og sýnir mynd af þeim systrum saman.

Þetta var í fjórða sinn í vetur sem Helena og Haukaliðið hefur betur á móti Guðbjörgu og félögum hennar í Val.

Valur var átta stigum yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en þá fór Haukaliðið í gang með Helenu í fararbroddi og vann lokamínútur leiksins 21-7.

Haukakonur hafa þar með unnið alla níu heimaleiki sína í Domino´s deild kvenna á tímabilinu.

Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar en Guðbjörg var með 7 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Helena skoraði 19 af 26 stigum sínum í seinni hálfleiknum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira