Enski boltinn

Sturridge byrjaður að æfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturridge á æfingasvæðinu.
Sturridge á æfingasvæðinu. Vísir/Getty
Daniel Sturridge er byrjaður að æfa hjá Liverpool af fullum krafti á nýjan leik eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla.

Sturridge spilaði síðast þann 6. desember og hefur aðeins afrekað að spila 106 mínútur eftir að Jürgen Klopp tók við félaginu í október.

Klopp: Sturridge hefur ekki náð að mæta á nærri því allar æfingar

Liverpool tapaði fyrir Leicester á þriðjudagskvöldið en Sturridge æfði af fullum krafti í gær með þeim leikmönnum sem spiluðu ekki í þeim leik.

Klopp hefur áður sagt að hann vilji að Sturridge nái að æfa í 10-12 daga samfleytt áður en hann velji hann í leikmannahópinn. Það er því ólíklegt að Sturridge verði í hópnum sem mætir Sunderland um helgina.

Sjá einnig: Þúsund daga þjáningasaga Sturridge

Divock Origi og Philippe Coutinho voru einnig væntanlegir á æfingasvæðið í dag en báðir hafa verið frá í um einn mánuð. Þá er einnig stutt í að miðvörðurinn Martin Skrtel snúi til baka.


Tengdar fréttir

Þúsund daga þjáningasaga Sturridge

Daniel Sturridge er aðeins 26 ára en þeir eru fáir sem eiga sér jafn langa og ítarlega meiðslasögu og þessi öflugi framherji. Atvikin eru orðin 35 talsins og fjarvistardagarnir nánast eitt þúsund. Hann meiddist enn og aftur um helgina.

Origi enn lengur frá

Fór í hnéaðgerð í Belgíu og missir af leikjum Liverpool næsta mánuðinn.

Sturridge að verða klár á nýjan leik

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, gæti byrjað að spila með liðinu á allra næstu dögum, en hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki eru margir leikfærir framherjar hjá Liverpool þessa daganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×