Innlent

Íslensk stjórnvöld leggja til hálfan milljarð vegna ástandsins í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur kannaði aðstæður flóttamanna í Líbanon.
Sigmundur kannaði aðstæður flóttamanna í Líbanon. Mynd/Forsætisráðuneytið.

Íslensk stjórnvöld munu leggja til 500 milljónir til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og nágrannalöndun vegna átakanna sem þar geisa. Þetta tilkynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra rétt í þessu á leiðtogafundi um aðstoð við Sýrland og nágrannalönd sem hófst í dag í London.

Í haust samþykkti ríkisstjórnin að leggja til tveggja milljarða framlag sem yrði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Mun framlagið sem Sigmundur Davíð kynnti á leiðtogafundinum vera hluti þessarra tveggja milljarða.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að á leiðtogafundinum hefðu ríki heimsins heitið því að leggja til tíu milljarða dollara til aðstoðar Sýrlendinga, þar af sex milljarða sem nota megi á árinu 2016.

Sagði hann að fjármagnið yrði notað til þess að setja up skóla í nágrannalöndum auk þess sem íbúar Sýrlands myndi fá lífsnauðsynjar á borð við mat og lyf.
 


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð fer til Líbanon

Forsætisráðherra heldur í dag til Líbanon þar sem hann mun kynna sér aðstæður flóttamanna sem þar hafast nú við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira