Enski boltinn

Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Kínverska liðið Jiangsu Suning virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum ef marka má fréttir enskra miðla í dag.

Félagið keypti Brasilíumennina Alex Teixeira og Ramires fyrir samtals tólf milljarða króna en þess má geta að þeir Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku með liðinu á síðustu leiktíð en eru nú farnir annað.

Sjá einnig: Jiangsu losaði sig við Sölva og Viðar og keypti tvo leikmenn fyrir 12 milljarða

The Sun sló því upp í morgun að forráðamenn Jiangsu hafi gert Chelsea tilboð í enn einn Brasilíumanninn, Oscar, upp á 57 milljónir punda - jafnvirði rúmra tíu milljarða króna.

Chelsea hafnaði tilboðinu en samkvæmt The Sun hefur félagið nú snúið sér að Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Samkvæmt fréttinni verður honum boðin ofurlaun eða fimmtán milljónir punda í árslaun eftir skatta - jafnvirði 2,7 milljarða króna.


Tengdar fréttir

Ramires farinn til Kína

Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×