Enski boltinn

Klopp segir fréttaflutning um Sturridge rangan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klopp fer yfir málin með Sturridge.
Klopp fer yfir málin með Sturridge. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði að það væri alrangt að Daniel Sturridge vildi fara frá félaginu í sumar líkt og fullyrt var í sumum enskum dagblöðum í morgun.

Hann var spurður um málið á blaðamannafundi í dag en Sturridge hefur síðustu misseri verið mikið frá vegna meiðsla. Hann byrjaði þó að æfa af fullum krafti á ný í vikunni.

„Hver hefur gefið í skyn að hann vilji fara? Ég hef ekki áhuga á þessu. Hann hefur litið mjög vel út á æfingum.“

„Daniel hefur áður átt í vandræðum en þau heyra öll sögunni til. Það væri gott að geta sagt skilið við þau þar. Það þurfa allir leikmenn að æfa vel til þess að geta spilað í ensku úrvalsdeildinni. Við höfum reynt allt sem við getum.“

„Hann hefur æft síðustu tvo daga og sá þriðji var í dag. Hann mun ekki spila á morgun en hann gæti komið við sögu á þriðjudag.“

„Það er engin frétt um Daniel. Það er ekki hægt að búa til fréttir og spyrja mig um þær. Það er pirrandi og vekur ekki áhuga minn,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×