Innlent

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir

Harður árekstur fjögurra bíla varð á Miklubraut við Grensásveg á fimmta tímanum í dag. Að minnsta kosti tvær bifreiðanna voru óökufærar eftir áreksturinn, þar á meðal bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra, en í henni voru tveir farþegar. Engan sakaði alvarlega.

Nokkrar umferðartafir urðu á Miklubraut  vegna árekstursins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur umferð nú vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira