Innlent

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir

Harður árekstur fjögurra bíla varð á Miklubraut við Grensásveg á fimmta tímanum í dag. Að minnsta kosti tvær bifreiðanna voru óökufærar eftir áreksturinn, þar á meðal bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra, en í henni voru tveir farþegar. Engan sakaði alvarlega.

Nokkrar umferðartafir urðu á Miklubraut  vegna árekstursins, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur umferð nú vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira