Innlent

Fyrirmynd karla fékk verðlaunin Orðsporið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásmundur K. Örnólfsson aðstoðarleikskólastjóri í Bíó Paradís í gær.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásmundur K. Örnólfsson aðstoðarleikskólastjóri í Bíó Paradís í gær. Mynd/KÍ

Ásmundur K. Örnólfsson, aðstoðarleikskjólastjóri á leikskólanum Ægisborg í Reykjavík, fékk í gær, á Degi leikskólans, Orðsporið 2016. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin, sem veitt voru í níunda sinn, við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís.

„Ákveðið var að Orðsporið 2016 yrði veitt þeim sem þætti hafa skarað fram úr við að fjölga körlum í stétt leikskólakennara,“ segir í umfjöllun á vf Kennarasambands Íslands, en Ásmundur á að bakai langan og farsælan feril sem leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri.

„Í umsögn valnefndar um Orðsporið segir að Ásmundur hafi alla tíð verið sterk fyrirmynd fyrir karla sem starfa í leikskólum og ekki síst leikskólabarna. Ásmundur hefur unnið ötullega að málefnum leikskólans og lagt sitt af mörkum til að efla orðspor leikskólakennarastarfsins.“
Fleiri fréttir

Sjá meira