Handbolti

Nóg að gera hjá Degi í eiginhandaráritunum á Stjörnuleiknum í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty

Nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverjar léku í kvöld sinn fyrsta leik eftir að Dagur Sigurðsson gerði þá að Evrópumeisturum í Póllandi.

Þýska landsliðið gerði þá 36-36 jafntefli við úrvalslið leikmanna þýsku Bundesligunnar í árlegum Stjörnuleik þýska handboltasambandsins.

Það var mikið stuð og mikil stemmning á leiknum en leikmennirnir voru þó ekki að taka þessu alltof alvarlega ekki frekar en Dagur og aðrir þjálfarar liðanna.

Þetta snérist bara um að skemmta sér og þeim 7622 áhorfendum sem mættu á leikinn í Nürnberg.

Johannes Sellin var markahæstur hjá þýska landsliðinu með sjö mörk en þeir Erik Schmidt, Jannik Kohlbacher og Simon Ernst skoruðu allir sex mörk.

Lasse Svan og Marcel Schiller voru markahæstir hjá úrvalsliðinu með fimm mörk hvor en Alexander Petersson spilaði var valinn í liðið en spilaði ekki vegna meiðsla.

Dagur Sigurðsson er ein stærsta stjarnan í þýskum handbolta þessa dagana eftir frábært starf sitt með þýska landsliðið og hann hafði líka nóg að gera í að skrifa eiginhandaráritanir eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Dagur uppljóstrar leyndarmálinu

Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum.

Landslið Dags vinsælla en Bayern München

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira