Innlent

Eldur kviknaði í potti á Seltjarnarnesi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Stefán

Eldur kom upp í potti á eldavél í íbúð við Eiðistorg á Seltjarnarnesi um klukkan hálf tólf í kvöld. Nokkurn reyk lagði frá íbúðinni og var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Búið er að slökkva eldinn en ekki liggur fyrir hvort eitthvert eignartjón hafi orðið.

Unnið er að því að reykræsta íbúðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira