Innlent

Óvissustigi aflétt á norðanverðum Vestfjörðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Patreksfirði í dag.
Frá Patreksfirði í dag. VÍSIR/GÚSTAF GÚSTAFSSON

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði en þar tekur óvissustig við.

Mikil snjókoma var á Patreksfirði í gærkvöldi í hvassri austanátt, en dró úr henni eftir miðnætti. Hún hefur verið stöðug þar til síðdegis í dag, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Veðrið gekk niður síðdegis og er nú úrkomulaust og hægari vindur. Á næstu dögum er spáð norðaustanátt með einhverjum skafrenningi.

Óvissustig er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira