Innlent

Óvissustigi aflétt á norðanverðum Vestfjörðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Patreksfirði í dag.
Frá Patreksfirði í dag. VÍSIR/GÚSTAF GÚSTAFSSON

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði en þar tekur óvissustig við.

Mikil snjókoma var á Patreksfirði í gærkvöldi í hvassri austanátt, en dró úr henni eftir miðnætti. Hún hefur verið stöðug þar til síðdegis í dag, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Veðrið gekk niður síðdegis og er nú úrkomulaust og hægari vindur. Á næstu dögum er spáð norðaustanátt með einhverjum skafrenningi.

Óvissustig er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira