Innlent

Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nokkur snjóflóð hafa fallið í veðrinu sem gengið hefur yfir landið að undanförnu.
Nokkur snjóflóð hafa fallið í veðrinu sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. vísir/vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ferðafólk til fjalla ætti að fara varlega og gera ráð fyrir því að snjórinn verði óstöðugur eitthvað áfram.

Á vef veðurstofunnar segir að í óvissustigi felist aukinn viðbúnaður snjóflóðavaktar Veðurstofunnar og snjóathugunarmanna ásamt samráði við lögreglu og almannavarnir í héraði vegna snjóflóðahættu sem upp kann að koma í byggð. Óvissustig felur ekki í sér yfirvofandi snjóflóðahættu í byggðinni heldur einungis að hætta geti skapast. 

Veðurstofan ákvað í gærkvöldi að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði og tók þá óvissustig við.

Mikið hefur snjóað til fjalla víða um land í austan og norðaustan stormi undanfarna daga. Veður er nú gengið niður víðast hvar. Vitað er um þó nokkur snjóflóð sem féllu í veðrinu í flestum landshlutum.

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta óvissutigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.Ferðafólk til...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 6 February 2016Fleiri fréttir

Sjá meira