Handbolti

Arnór orðaður við Álaborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór í landsleik gegn Portúgal.
Arnór í landsleik gegn Portúgal. vísir/anton
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason gæti verið á leið til danska liðsins Aalborg frá Saint-Raphael í Frakklandi.

Samkvæmt Twitter-síðunni Håndboldtransfer er Arnór í sigtinu hjá Aalborg sem er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Í samtali við Vísi vildi Arnór ekki staðfesta þennan orðróm en hann sagðist vera í viðræðum við nokkur lið.

Arnór þekkir vel til í Danmörku en hann lék þar á árunum 2006-12, með FCK Håndbold og sem varð síðan að ofurliði AG Köbenhavn.

Arnór hefur verið í herbúðum Saint-Raphael frá árinu 2013. Liðinu hefur gengið vel í vetur og situr nú í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain.

Norska ungstirnið Sander Sagosen er væntanlega á förum frá Aalborg og er Arnóri þá væntanlega ætlað að fylla hans skarð ef af félagskiptunum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×