Enski boltinn

Klopp stýrir Liverpool ekki í dag vegna botnlangabólgu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp verður fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í dag.
Klopp verður fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í dag. vísir/getty

Jürgen Klopp verður ekki á hliðarlínunni þegar Liverpool tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 í dag.

Þjóðverjinn er með botnlangabólgu og það verður því í höndum aðstoðarmanna hans að stýra Liverpool-liðinu í dag. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Liverpool er með 34 stig í 8. sæti úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði 0-2 fyrir Leicester City í síðustu umferð.

Fái Liverpool stig gegn Sunderland fer liðið upp í 7. sæti, allavega um stundarsakir en Southampton, liðið í 7. sætinu, mætir West Ham í síðdegisleiknum í dag.

Leikur Liverpool og Sunderland hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira