Innlent

Þyrla kölluð til vegna slasaðs göngufólks

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla LHG er komin á slysstað og er á leið til Reykjavíkur með þá slösuðu.
Þyrla LHG er komin á slysstað og er á leið til Reykjavíkur með þá slösuðu. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir frá Borgarnesi, Akranesi og Varmalandi voru kallaðar út fyrr í dag vegna slyss á göngufólki í Skarðsdal á Skarðsheiði. Tveir úr gönguhópnum féllu og slösuðust.

Um 30 björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er þyrlan lögð af stað til Reykjavíkur með þá slösuðu innanborðsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira