Fótbolti

Diego og félagar gerðu enn eitt jafnteflið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.
Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik. vísir/getty

Diego Jóhannesson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Real Oviedo og Albacete skildu jöfn, 2-2, í næstefstu deild á Spáni í kvöld.

Diego, sem á íslenskan föður og spænska móður, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í 3-2 tapi fyrir Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Þetta var 14. leikur Diegos með Oviedo á tímabilinu en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig.

Tvö efstu liðin fara beint upp í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.

Diego og félagar töpuðu síðast deildarleik 29. nóvember á síðasta ári en þeir hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur

Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira