Fótbolti

Markalaust hjá Leverkusen og Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xabi Alonso fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili undir lok leiks.
Xabi Alonso fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili undir lok leiks. vísir/getty

Bayer Leverkusen og Bayern München gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þrátt fyrir jafnteflið er Bayern enn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeirra helstu keppinautar, Borussia Dortmund, gerðu einnig markalaust jafntefli í dag, við Hertha Berlin.

Leverkusen hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu en liðið hefur fengið 11 stig úr síðustu fimm leikjum sínum. Lærisveinar Roger Schmidt eru í 5. sæti deildarinnar með 32 stig.

Bayern lék einum færri síðustu sex mínútur leiksins eftir að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira