Lífið

Tók upp einstakt myndband á nýstárlegan máta

Samúel Karl Ólason skrifar

Skíðakappi frá Sviss birti á dögunum nýstárlegt myndband. Í stað þess að eyða fúlgum fjár í búnað til að taka upp flott myndbönd þurfti Nicolas Vuignier einungis spotta og iPhone. Miðflóttaafl sá um restina.

Með því að sveifla snjallsímanum í kringum sig á ferð niður brekkur tókst Vuignier að taka upp einstakt myndband, en hann segist hafa þróað þessa upptökuaðferð á tveimur árum.

Útkomuna má sjá hér að neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.