Innlent

RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær

Birgir Olgeirsson skrifar
Sýnd var röng útgáfa af sjöunda þættinum í þáttaröðinni Ófærð í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forstöðumanni tæknisviðs RÚV, Gunnari Erni Guðmundssyni, en í henni segir að útgáfan sem sýnd var í gærkvöldi hafi verið örlítið frábrugðin endanlegu útgáfunni sem sýnd verður víða um heim í framhaldinu.

Verður rétta útgáfan sýnd á RÚV í kvöld, mánudag, klukkan 23:15 og á fimmtudagskvöld klukkan 23:05. Þá verður hún aðgengileg í Sarpnum og í gegnum VOD-þjónustur símafélaganna eins fljótt og hægt er.

„Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi. Það olli því að röng útgáfa af þættinum rataði í loftið og við hörmum það mjög, sérstaklega þar sem við höfum mikinn metnað fyrir hönd þessarar frábæru þáttaraðar” segir Gunnar Örn í tilkynningunni. „Rétta útgáfan er og verður hins vegar í boði nú og næstu tvær vikurnar í gegnum endursýningu og Sarpinn okkar.”




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×