Innlent

22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Bjarki Ármannsson skrifar
Gauti Geirsson hóf störf í dag.
Gauti Geirsson hóf störf í dag. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Hinn 22 ára Gauti Geirsson, rekstrarverkfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í hálft starf. Hann hóf störf í dag.

Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum.

Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×