Íslenski boltinn

Leiknir Reykjavíkurmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leiknismenn kátir eftir leik.
Leiknismenn kátir eftir leik. vísir/stefán

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með öruggum sigri á Valsmönnum.

Lokatölur í Egilshöll í kvöld voru 4-1 fyrir Leikni en Leiknir var 2-1 yfir í hálfleik.

Ingvar Ásbjörn Sigurðsson, lánsmaður frá FH, skoraði tvö mörk fyrir Leikni í kvöld og þeir Elvar Páll Sigurðsson og Sindri Björnsson komust einnig á blað. Mark Sindra kom af vítapunktinum.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Valsmönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 15. mínútu en síðan luku Valsmenn keppni.

Verðskuldað hjá Leiknismönnum sem kunna vel við sig sem fyrr í þessari keppni.
Fleiri fréttir

Sjá meira