Íslenski boltinn

Leiknir Reykjavíkurmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leiknismenn kátir eftir leik.
Leiknismenn kátir eftir leik. vísir/stefán

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með öruggum sigri á Valsmönnum.

Lokatölur í Egilshöll í kvöld voru 4-1 fyrir Leikni en Leiknir var 2-1 yfir í hálfleik.

Ingvar Ásbjörn Sigurðsson, lánsmaður frá FH, skoraði tvö mörk fyrir Leikni í kvöld og þeir Elvar Páll Sigurðsson og Sindri Björnsson komust einnig á blað. Mark Sindra kom af vítapunktinum.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Valsmönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 15. mínútu en síðan luku Valsmenn keppni.

Verðskuldað hjá Leiknismönnum sem kunna vel við sig sem fyrr í þessari keppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira