Erlent

Átök í Mong Kok verslunarhverfinu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í verslunarhverfinu Mong Kok í Hong Kong í nótt þegar lögregla hugðist loka ólöglegum matsölubásum í hverfinu. Mótmælendur köstuðu grjóti og öðru lauslegu í lögreglu, sem svaraði meðal annars með piparúða.

Á fimmta tug særðust í átökunum, en alls voru tuttugu og þrír handteknir. Yfirmaður lögreglunnar hefur fordæmt átökin, sem eru þau mestu í landinu frá árinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×