Erlent

Átök í Mong Kok verslunarhverfinu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa

Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í verslunarhverfinu Mong Kok í Hong Kong í nótt þegar lögregla hugðist loka ólöglegum matsölubásum í hverfinu. Mótmælendur köstuðu grjóti og öðru lauslegu í lögreglu, sem svaraði meðal annars með piparúða.

Á fimmta tug særðust í átökunum, en alls voru tuttugu og þrír handteknir. Yfirmaður lögreglunnar hefur fordæmt átökin, sem eru þau mestu í landinu frá árinu 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira