Erlent

Gervitunglið komið á braut umhverfis jörðu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skjáskot úr útsendingu N-kóreska ríkissjónvarpsins sem sýnir eldflaugaskotið.
Skjáskot úr útsendingu N-kóreska ríkissjónvarpsins sem sýnir eldflaugaskotið. Vísir/AFP

Gervitunglið sem stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu á loft á sunnudag er á braut umhverfis jörðu, að sögn varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu. Efasemdir eru um tilgang eldflaugarskotsins og óttast er að um sé að ræða tilraunastarfsemi með langdrægar eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur.

Yfirvöld í Suður-Kóreu segja enn ekki ljóst hvort eldflaugin sé nægilega þróuð til að snúa aftur til jarðar, en fullyrða þó að um sé að ræða kraftmeiri eldflaug en þeirri sem skotið var upp frá Norður-Kóreu árið 2014.

Skotið hefur verið fordæmt víða um heim, meðal annars af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira