Körfubolti

James með þrennu í sigri Cleveland | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James átti góðan leik í nótt.
James átti góðan leik í nótt. vísir/afp

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

LeBron James var með þrennu (21 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) þegar Cleveland vann nokkuð þægilegan sigur á Sacramento Kings, 120-100. Staðan í hálfleik var 61-45, Cleveland í vil.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 32 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. J.R. Smith kom næstur með 22 stig og James skoraði 21 stig eins og áður sagði.

Kevin Durant skoraði 25 af 32 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder bar sigurorð af Phoenix Suns, 106-122.

Durant hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Oklahoma-liðið í heild sinni var með 45,5% þriggja stiga nýtingu í nótt. Á meðan var þriggja stiga nýting Phoenix aðeins 9,1%.

Russell Westbrook átti einnig góðan leik í liði Oklahoma en hann skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:
Cleveland 120-100 Sacramento
Phoenix 106-122 Oklahoma
Charlotte 108-91 Chicago
Indiana 89-87 LA Lakers
Philadelphia 92-98 LA Clippers
Brooklyn 105-104 Denver
Detroit 89-103 Toronto
Atlanta 110-117 Orlando
Memphis 106-112 Portland
Minnesota 102-116 New Orleans

James var með þrennu gegn Sacramento Westbrook með rosalega troðslu Flottustu tilþrif næturinnar
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira