Sport

Elísabet og Þorbergur Ingi langhlauparar ársins 2015

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísabet og Þorbergur Ingi, langhlauparar ársins 2015.
Elísabet og Þorbergur Ingi, langhlauparar ársins 2015. mynd/hlaup.is

Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir voru valin langhlauparar ársins 2015 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is.

Verðlaunin voru afhent í sjöunda skipti í fyrradag, sunnudaginn 7. febrúar, en verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki.

Í öðru sæti urðu Kári Steinn Karlsson og Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í því þriðja þau Stefán Guðmundsson og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir.

Fjöldi tilnefninga barst frá lesendum hlaup.is en nöfn 28 hlaupara bárust að þessu sinni. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki annars vegar og kvennaflokki hins vegar.

Fossvogshlaupið var valið götuhlaup ársins og Mt. Esja Ultra utanvegahlaup ársins. Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá voru það lesendur hlaup.is sem völdu hlaup ársins með einkunnagjöfum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira