Körfubolti

Þrír síðustu tapleikir Keflavíkurliðsins hafa komið á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar létu Earl Brown Jr. fara.
Keflvíkingar létu Earl Brown Jr. fara. Vísir/Ernir

Keflvíkingar missti toppsætið í Domino´s deild karla til KR-inga í gærkvöldi þegar Keflavíkurliðið tapaði á móti Grindavík á heimavelli sínum.

Keflvíkingar hafa þarf með tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig meira en hundrað stig í síðustu tveimur leikjum liðsins á Sunnubrautinni. Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í leiknum á undan þrátt fyrir að fá á sig 112 stig.

Þriggja stiga skytturnar brugðust á móti Grindavík en þeir  Valur Orri Valsson (5/0), Magnús Þór Gunnarsson (3/0) og Reggie Dupree (4/1) nýttu aðeins 1 af 12 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Keflvíkingar virðast vera að gefa aðeins eftir og þrír síðustu tapleikir Keflavíkurliðsins í Domino´s deildinni hafa komið á heimavelli.

Liðið hefur unnið hin toppliðin á heimavelli í vetur, KR, Stjörnuna, Hauka og Þór og var því í góðum gír á heimavelli sínum fyrir áramót. Undanfarna tvo mánuði hefur liðið hinsvegar tapað mikilvægum stigum á heimavelli sínum.

Keflavík tapaði fyrir FSu 4. desember (100-110) og á móti Njarðvík 22. janúar (86-92). Grindavíkur vann síðan 101-88 sigur í Keflavík í gær.

Síðasta tap Keflvíkinga á útivelli kom á móti Tindastól 26. nóvember á síðasta ári. Keflavíkurliðið hefur unnið alla þrjá útileiki sína í deildinni síðan þá.

Keflavík er aftur á móti með aðeins 50 prósent sigurhlutfall á Sunnubrautinni (3 sigrar - 3 töp) undanfarna 66 daga.

Síðustu sex heimaleikir Keflavíkurliðsins í Domino´s deild karla:
10 stiga tap á móti FSu (100-110)
2 stiga sigur á Stjörnunni (87-85)
8 stiga sigur á Þór Þorl. (91-83)
6 stiga tap á móti Njarðvík (86-92)
19 stiga sigur á Snæfelli (131-112)
13 stiga tap á móti Grindavík (88-101)
Samtals: 3 sigrar og 3 töpAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira