Körfubolti

Þrír síðustu tapleikir Keflavíkurliðsins hafa komið á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar létu Earl Brown Jr. fara.
Keflvíkingar létu Earl Brown Jr. fara. Vísir/Ernir
Keflvíkingar missti toppsætið í Domino´s deild karla til KR-inga í gærkvöldi þegar Keflavíkurliðið tapaði á móti Grindavík á heimavelli sínum.

Keflvíkingar hafa þarf með tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig meira en hundrað stig í síðustu tveimur leikjum liðsins á Sunnubrautinni. Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í leiknum á undan þrátt fyrir að fá á sig 112 stig.

Þriggja stiga skytturnar brugðust á móti Grindavík en þeir  Valur Orri Valsson (5/0), Magnús Þór Gunnarsson (3/0) og Reggie Dupree (4/1) nýttu aðeins 1 af 12 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Keflvíkingar virðast vera að gefa aðeins eftir og þrír síðustu tapleikir Keflavíkurliðsins í Domino´s deildinni hafa komið á heimavelli.

Liðið hefur unnið hin toppliðin á heimavelli í vetur, KR, Stjörnuna, Hauka og Þór og var því í góðum gír á heimavelli sínum fyrir áramót. Undanfarna tvo mánuði hefur liðið hinsvegar tapað mikilvægum stigum á heimavelli sínum.

Keflavík tapaði fyrir FSu 4. desember (100-110) og á móti Njarðvík 22. janúar (86-92). Grindavíkur vann síðan 101-88 sigur í Keflavík í gær.

Síðasta tap Keflvíkinga á útivelli kom á móti Tindastól 26. nóvember á síðasta ári. Keflavíkurliðið hefur unnið alla þrjá útileiki sína í deildinni síðan þá.

Keflavík er aftur á móti með aðeins 50 prósent sigurhlutfall á Sunnubrautinni (3 sigrar - 3 töp) undanfarna 66 daga.

Síðustu sex heimaleikir Keflavíkurliðsins í Domino´s deild karla:

10 stiga tap á móti FSu (100-110)

2 stiga sigur á Stjörnunni (87-85)

8 stiga sigur á Þór Þorl. (91-83)

6 stiga tap á móti Njarðvík (86-92)

19 stiga sigur á Snæfelli (131-112)

13 stiga tap á móti Grindavík (88-101)

Samtals: 3 sigrar og 3 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×