Fótbolti

Busquets: Guardiola gæti fengið mig til að yfirgefa Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bosquets er með samning við Barcelona til ársins 2019.
Bosquets er með samning við Barcelona til ársins 2019. vísir/getty

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets segir að einungis tvær manneskjur gætu fengið hann til að fara frá Barcelona; konan hans og Pep Guardiola.

Guardiola tekur sem kunnugt er við Manchester City í sumar en Busquets á honum mikið að þakka. Guardiola þjálfaði Busquets fyrst hjá B-liði Barcelona og tók hann svo inn í aðallið félagsins tímabilið 2008-09.

„Það eru aðeins aðeins tvær manneskjur sem gætu fengið mig til að yfirgefa Barcelona,“ sagði Busquets.

„Önnur þeirra er konan mín og hún er ánægð hérna. Hin er Guardiola. Það er ljóst að ég á honum mikið að þakka og það yrði heiður að vinna með honum á ný,“ bætti Busquets við en hann segir að það þurfi mikið að gerast til að hann yfirgefi uppeldisfélagið.

„En Guardiola veit að Barcelona er félagið mitt, og það er hans félag líka. Hann veit að það er best fyrir mig og félagið að ég verði áfram og ég held að hann muni ekki biðja mig um að yfirgefa Barcelona fyrir Man City.“

Busquets, sem er 27 ára, hefur verið fastamaður hjá Barcelona á undanförnum árum og unnið fjölda titla með liðinu.

„Ég vona að þegar ég legg skóna á hilluna verði mín minnst sem frábærs liðsmanns sem vann titla. Ég vil vera einn af leikjahæstu leikmönnum í sögu Barcelona,“ sagði Busquets ennfremur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira