Fótbolti

Ancelotti: Zidane hefur allt til að vera frábær þjálfari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zidane og Ancelotti á bekknum hjá Real Madrid.
Zidane og Ancelotti á bekknum hjá Real Madrid. vísir/getty

Carlo Ancelotti hefur mikla trú á Zinedine Zidane, nýráðnum knattspyrnustjóra Real Madrid.

Ancelotti og Zidane þekkjast vel. Sá fyrrnefndi þjálfaði Frakkann hjá Juventus og svo var Zidane aðstoðarmaður Ancelotti fyrra tímabilið sem hann stýrði Real Madrid.

„Zidane hefur allt sem til þarf til að vera frábær þjálfari,“ sagði Ancelotti.

„Hann hefur færnina, sjarmann, persónuleikann og þekkir fótboltann inn og út,“ bætti Ancelotti við en hann var látinn taka pokann sinn hjá Real Madrid eftir síðasta tímabil.

„Þjálfarar ná árangri með því að sjá til þess að leikmennirnir sínir leggi sig alla fram. Zidane býr yfir þessum eiginleikum.“

Zidane hefur byrjað vel í starfi hjá Real Madrid en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn og gert eitt jafntefli. Madrídingar hafa skorað 19 mörk í þessum fimm leikjum og fengið á sig þrjú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira