Sport

Peyton fór í Disneyland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peyton og tvíburarnir hans í góðum félagsskap.
Peyton og tvíburarnir hans í góðum félagsskap. vísir/getty

„I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.

Engu að síður fara stærstu stjörnur Bandaríkjanna reglulega í Disneyland eftir titil og fá þá skrúðgöngu í skemmtigarðinum.

Þó svo Peyton Manning, leikstjórnandi Super Bowl-meistara Denver Broncos, hafi ætlað að drekka marga Budweiser á sunnudag þá var hann mættur í Disneyland á mánudeginum.

Að sjálfsögðu fékk hann heiðurskrúðgöngu með Mikka og Mínu mús. Hann tók tvíburana sína, Mosley og Marshall, með sér en tvíbbarnir eru fjögurra ára gamlir.

Bestu vinir. vísir/getty
Fjöldi mætti til að fagna þessum ótrúlega íþróttamanni. vísir/getty
NFL

Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira