Enski boltinn

Ogbonna skallaði Liverpool úr bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld. vísir/getty

West Ham er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur á Liverpool í kvöld. Angelo Ogbonna tryggði West Ham 2-1 sigur í uppbótartíma framlengingar.

West Ham fór inn í búningsklefa með bros á vör því Michail Antonio skoraði mark fyrir þá rétt fyrir hálfleik.

Liverpool nýtti hálfleikinn í að safna liði og það var ekki mikið búið af síðari hálfleiknum er liðið jafnaði leikinn.

Þá tók Philippe Coutinho frábæra aukaspyrnu sem endaði í netinu. Hann renndi boltanum undir varnarvegginn þar sem allir hoppuðu upp og inn í netið fór boltinn. Geggjað.

Þrátt fyrir ágæta tilburði beggja liða þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum í venjulegum tíma og því varð að framlengja.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni er Angelo Ogbonna stangaði aukaspyrnu Payet í markið i uppbótartíma. Ákaflega sætt fyrir West Ham.

Hamrarnir mæta Blackburn í næstu umferð bikarkeppninnar.

Michail Antonio kemur West Ham yfir. Coutinho jafnar með geggjuðu marki.


Fleiri fréttir

Sjá meira