Erlent

Lestarslysið í Bæjaralandi: Tíu manns látnir og sautján alvarlega slasaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Lestirnar skullu á hvor aðra milli Bad Aibling og Rosenheim.
Lestirnar skullu á hvor aðra milli Bad Aibling og Rosenheim. Vísir/AFP

Að minnsta kosti tíu eru nú látnir eftir að tvær farþegalestir skullu saman í Bæjaralandi í Þýskalandi í morgun.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru minnst sautján alvarlega slasaðir og 63 með minniháttar meiðsl.

Meðal hinna látnu eru lestarstjórar beggja lestanna og tveir öryggisverðir.

Ekki er vitað hvað olli því að lestirnar tvær skullu saman en ekki er talið að lestirnar hafi verið á mikilli ferð.

Lestirnar skullu hvor á aðra milli bæjanna Bad Aibling og Rosenheim, suðaustur af München.

Slysið varð á skógi vöxnu svæði sem hefur reynst björgunarmönnum erfitt yfirferðar.

Hundruð björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðunum og hafa bílar, bátar og þyrlur verið notaðar við björgunarstörf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira