Enski boltinn

Svona samning átti De Gea að fá hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. vísir/getty

Vefsíðan Football Leaks heldur áfram að gera knattspyrnufélögum lífið leitt en nú hefur samningurinn sem David de Gea átti að fá hjá Real Madrid lekið á netið.

Man. Utd og Real Madrid voru búin að ná samkomulagi um kaup Real á markverðinum síðasta sumar en pappírsvinnan var ekki kláruð í tíma. Hann er því enn í Manchester.

Samkvæmt gögnum Football Leaks þá ætlaði De Gea að skrifa undir sex ára samning við Real og átti hann að vera með 1,65 milljarða í árslaun. Einnig átti hann að fá 1,5 milljarða við undirskrift. Ekki ónýtur samningur það.

Hann skrifaði síðan undir nýjan samning við Man. Utd sem færir honum tæpar 37 milljónir króna í vikulaun. Það má víst lifa af því.

Hvorki Man. Utd né Real Madrid hefur viljað tjá sig um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira