Enski boltinn

Svona samning átti De Gea að fá hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. vísir/getty

Vefsíðan Football Leaks heldur áfram að gera knattspyrnufélögum lífið leitt en nú hefur samningurinn sem David de Gea átti að fá hjá Real Madrid lekið á netið.

Man. Utd og Real Madrid voru búin að ná samkomulagi um kaup Real á markverðinum síðasta sumar en pappírsvinnan var ekki kláruð í tíma. Hann er því enn í Manchester.

Samkvæmt gögnum Football Leaks þá ætlaði De Gea að skrifa undir sex ára samning við Real og átti hann að vera með 1,65 milljarða í árslaun. Einnig átti hann að fá 1,5 milljarða við undirskrift. Ekki ónýtur samningur það.

Hann skrifaði síðan undir nýjan samning við Man. Utd sem færir honum tæpar 37 milljónir króna í vikulaun. Það má víst lifa af því.

Hvorki Man. Utd né Real Madrid hefur viljað tjá sig um málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira