Erlent

Talið upp úr kjörkössunum í New Hampshire

Atli Ísleifsson skrifar
New Hampshire-búar kjósa.
New Hampshire-búar kjósa. Vísir/AFP

Forkosningar Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í New Hampshire fara fram í dag. Búist er við að niðurstaðan verði í grófum dráttum ljós í nótt þó að lokatölur liggi ef til vill ekki fyrir fyrr en á morgun.

Á meðal Repúblikana vonast Donald Trump til að honum gangi betur en í Iowa-ríki í síðustu viku þar sem Ted Cruz vann sigur og fékk flesta kjörmenn kjörna.

Í forkosningum Demókrataflokksins stendur baráttan milli þeirra Bernie Sanders og Hillary Clinton.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Allir níu kjörgengir íbúar smábæjarins Dixville Notch greiddu atkvæði strax á miðnætti, en lög í New Hampshire heimila bæjum með færri en hundrað íbúa að opna kjörstaði strax á miðnætti og loka þeim aftur um leið og allir hafa greitt atkvæði.

Fjórir Demókratar í Dixville Notch greiddu atkvæði með Bernie Sanders, en þrír Repúblikanar kusu John Kasich og tveir Donald Trump.

Fylgjast má með útsendingu Fox 10 Phoenix og Sky News að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira