Innlent

Stútar á ferð um borgina

Vísir/Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í nótt að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum og reyndust þrír þeirra ekki hafa ökuréttindi. Tilkynnt var um innbrot í frístundaheimili í Austurborginni á öðrum tímanum í nótt en þaðan var sjónvarpi stolið.

Þá var maður handtekinn í miðborginni grunaður um þjófnað á farsímum. Í Kópavogi þurfti lögreglan að hafa afskipti af þremur ungum mönnum vegna vörslu fíkniefna og lagði þar hald á fíkniefni, hníf og loftbyssu. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingastað í Kópavogi en hann gistir nú fangageymslur.
Fleiri fréttir

Sjá meira