Innlent

Stútar á ferð um borgina

Vísir/Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í nótt að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum og reyndust þrír þeirra ekki hafa ökuréttindi. Tilkynnt var um innbrot í frístundaheimili í Austurborginni á öðrum tímanum í nótt en þaðan var sjónvarpi stolið.

Þá var maður handtekinn í miðborginni grunaður um þjófnað á farsímum. Í Kópavogi þurfti lögreglan að hafa afskipti af þremur ungum mönnum vegna vörslu fíkniefna og lagði þar hald á fíkniefni, hníf og loftbyssu. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingastað í Kópavogi en hann gistir nú fangageymslur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira