Erlent

Meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Vísir/EPA
Meirihluti Breta vill að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun sem Sky fréttastofan greinir frá, eða 54 prósent á móti 36 prósentum þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr sambandinu en 10 prósent landsmanna eru óákveðnir.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands reynir þessa dagana að ná samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á aðildarsamningi en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um áframhaldandi aðild á næsta ári. Breska stjórnin leggur áherslu á að árangur náist í viðræðunum fyrir leiðtogafund í næsta mánuði.

Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins mun snæða kvöldverð í Downingstræti 10 með Cameron annað kvöld, þar sem jafnvel er reiknað með að lokahönd verði lögð á tillögur sem kynntar verði opinberlega á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×