Erlent

Hundrað grímuklæddir menn ætluðu að ráðast á börn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umfangsmikil lögregluaðgerð kom í veg fyrir að hundrað grímuklæddir menn
Umfangsmikil lögregluaðgerð kom í veg fyrir að hundrað grímuklæddir menn Vísir/AFP

Allt að hundrað svartklæddir og grímuklæddir menn komu saman í miðborg Stokkhólms í Svíþjóð í gærkvöldi. Réðust þeir að innflytjendum og dreifðu blöðungum þar sem ofbeldi gagnvart börnum innflytjenda var hótað.

Blöðungurinn var titlaður „Nú er komið nóg“ þar sem því var hótað að veita „norður-Afrískum götubörnum þá refsingu sem þau eiga skilið.“

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Selsels-torgi í Stokkhólmi en lögregluyfirvöld höfðu komist á snoðir um fyrirætlan mannana en talið er að þarna hafi verið fótboltabullur að verki.

Fjölmennt lögreglulið var á staðnum og gat komið í veg fyrir aðgerðir grímuklæddu mannanna en þrír voru handteknir, þar af einn fyrir að ráðast á lögreglumann.

Vitni segja að mennirnir hafi ráðist vegfarendur sem litu út fyrir að vera af erlendu bergi brotnir.

Á myndbandinu sem hér má sjá fyrir neðan sést að ýmislegt gekk á í gær.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira