Erlent

Rússnesk herþota rauf lofthelgi Tyrklands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samskonar herþota og flaug inn í lofthelgi Tyrklands í gær.
Samskonar herþota og flaug inn í lofthelgi Tyrklands í gær. Vísir/EPA
Tyrknesk yfirvöld segja að rússnesk herþota hafi rofið lofthelgi Tyrklands og hafa kallað sendiherra Rússlands á teppið vegna þess.

Utanríkisráðuneyti Tyrklands gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Rússnesk SU-34 herþota hafið rofið lofthelgi Tyrklands á föstudaginn þrátt fyrir fjölmargar aðvaranir, bæði á rússnesku og ensku.

Rússneski sendiherrann í Tyrklandi var kallaður á teppið í tyrkneska utanríkisráðuneytinu þar sem lofthelgisrofinu var harðlega mótmælt.

Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum þessara ríkja frá því að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem flogið hafði inn í tyrkneska lofthelgi við landamæri Tyrklands og Sýrlands í nóvember á síðasta ári.

Eftir að rússneska herþotan var skotin niður hófu Rússar víðtækar efnahagsaðgerðir gegn Tyrkjum. Tyrkir hafa neitað að biðjast afsökunar á því að flugvélin hafi verið skotin niður og segja hana sannarlega hafa verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands.


Tengdar fréttir

Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur

Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi.

Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér

Samskipti Rússlands og Tyrklands fara enn kólnandi. Mögulegar efnahagsþvinganir Rússa gætu haft gífurlegar afleiðingar fyrir Tyrkland. Tyrklandsforseti vill hitta Rússlandsforseta á loftslagsráðstefnunni í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×