Erlent

Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Angela Merkel hefur að undanförfnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands.
Angela Merkel hefur að undanförfnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. Vísir/Getty
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi frá Sýrlandi og Írak til Þýskalands þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu. 

Hefur Merkel þurft að standa andspænis gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar sinnnar varðandi straum flóttamanna til Þýskalands en hún hefur neitað að loka landamærum Þýskalands eða setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma inn í landið. Hefur hún þó þurft að herða á reglum sem gilda um innflytjendur og hælisleitendur.

Sjá einnig: Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar

Merkel var stödd á flokksfundi og lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að hafa í huga að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi til Þýskalands að undanförnu þyrftu að snúa aftur til síns heima.

„Við þurfum að segja að flóttamennirnir verða hér aðeins tímabundið,“ sagði Merkel. „Þegar kominn er á friður í Sýrlandi, þegar ISIS hefur verið sigrað, búumst við því að þetta fólk muni núa aftur til síns heima“.

Benti Merkel á þá staðreynd að meirihluti þeirra flóttamanna sem komu til Þýskalands á tíunda áratug síðustu aldar frá ríkjum Balkan-skaga hafi snúið aftur til heimalanda sinna.

Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“

Stuðningur við ríkistjórn hennar hefur dvínað að undanförnu vegna áhyggja fólks um hvernig takist til að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem komið hafa til Þýskalands. Talið er allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi komið til landsins undanfarin misseri.



Þrýstingur á Merkel
að grípa til aðgerða hefur aukist eftir að innflytjendur létu til skarar skríða gegn konum í Köln á nýársnótt. Hefur stuðning við hægri flokka sem vilja taka harðar á innflytjendamálum aukist að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×